Ólafía á góðan möguleika

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel í Frakklandi í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel í Frakklandi í dag.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hófu leik á úrtökumóti fyrir Evian meistaramótið í morgun. Leikið er á Evian-vellinum í Frakklandi þar sem meistaramótið fer fram í september á þessu ári.

Leiknir eru tvær hringir á mótinu og Ólafía Þórunn lék fyrri hring mótsins afar vel, en hún var á tveimur höggum yfir pari vallarins. Valdís Þóra byrjaði hins vegar ekki vel og lék á átta höggum yfir pari vallarins.

Um það bil 70 keppendur taka þátt á mótinu og eru tvö sæti í boði á meistaramótinu. Ólafía er í fínum málum fyrir seinni hringinn sem leikinn verður á morgun og á raunhæfa möguleika á að tryggja sér sæti á meistaramótinu.

Ólafía er í níunda sæti eftir fyrri hringinn fjórum höggum frá þeim kylfingum sem eru í efstu tveimur sætunum. Valdís er aftur á móti í 41. sæti og það þarf margt að breytast til þess að hún tryggi sér sæti á meistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert