Ólafía Þórunn meðal þeirra efstu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru að keppa á úrtökumóti fyrir LPGA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum.

Ólafía, sem er Íslandsmeistari í golfi, hefur leikið frábært golf fyrstu þrjá hringina og er hún samtals á 7 höggum undir parinu en hún hefur spilað hringina þrjá á 68-71-70 höggi. Ólafía er í 6. sæti þegar einn hringur er eftir.

Valdís Þóra er úr leik en hún lék á (81-73-73) en 130 efstu komust í gegnum niðurskurðinn og endaði Valdís 227. sæti.

Mótaröðin er sú sterkasta í heimi í kvennaflokki og eru um 350 keppendur mættir til leiks. Keppt er á þremur keppnisvöllum og komast 130 efstu í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá keppnishringi. Alls komast 90 efstu úr þessu móti inn á 2. stig úrtökumótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert