Ólafía fyrsti Íslendingurinn á risamóti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í KPMG-mótinu sem fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Mótið er næstastærsta LPGA-mót ársins og þykir mikill heiður að vera boðið á mótið.

Mótið hefst í Chicago á fimmtudag og lýkur sunnudaginn 2. júlí.

Ólafía sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur vikum að hún vonaði að hún kæmist inn á risamót. „Það yrði geggjað að komast inn á risamót og vonandi verður úr því. Ég hef heyrt að einhverjir Íslendingar ætli að koma og fylgjast með, en það yrði þvílík stemning.“

Ólafía er í í 41. til 53. sæti fyr­ir loka­hring­inn á Walmart-mót­inu í LPGA-mótaröðinni í Ark­ans­as sem leik­inn er í dag. Hún hef­ur keppni í dag kl. 14.50 að ís­lensk­um tíma og fylgst verður með gengi henn­ar hér á mbl.is.

Uppfært kl. 23.33:

Samkvæmt nýjum upplýsingum var Ólafíu ekki boðið á KPMG-mótið. Hún vann sér keppnisrétt þar með þeim stigum sem hún krækti í á Walmart-mótinu sem lauk í Arkansas í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert