Valdís undirbýr sig fyrir úrtökumót LPGA

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/golf.is

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin til Bandaríkjanna þar sem hún undirbýr sig fyrir 2.stig úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í frétt á golf.is en þar segir að hún muni ekki spila á móti í LET-mótaröðinni sem hefst á Spáni á fimmtudaginn heldur sé hún í Bandaríkjunum að búa sig undir úrtökumótið sem fram fer 13.-18. október í Flórída. Þar komast á bilinu 15-25 kylfingar áfram á lokastigið.

Lokastig úrtökumótsins fer fram dagana 22. október – 3. nóvember á  Pinehurst Resort í Norður-Karólínu. Þar er keppt um 45 sæti í LPGA-mótaröðinni 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert