Átta daga maraþon hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar á morgun baráttuna um að halda sæti sínu á bandarísku LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki. Hún náði ekki að vera nægilega ofarlega á LPGA í ár til að tryggja sér keppnisréttinn áfram og er nú í hópi 102 kvenna sem slást um að vera þar á næsta ári.

Ólafía kemur beint inn á þriðja og síðasta stigi úrtökumótanna, þar sem hún lék á LPGA í ár og í fyrra. Valdís Þóra Jónsdóttir freistaði þess að komast þangað en féll út á öðru stiginu í síðustu viku.

Um sannkallað golfmaraþon er að ræða, því leiknir eru átta hringir, samtals 144 holur, í tveimur fjögurra daga törnum en keppt er á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu.

Þriggja daga hvíld

Fyrri lotan hefst á morgun, miðvikudag, og leiknir eru fjórir hringir til laugardags. Þá fá keppendur þriggja daga hvíld fyrir seinni lotuna sem hefst miðvikudaginn 31. október og lýkur laugardaginn 3. nóvember.

Ólafía þarf að vera í hópi 45 efstu til að vera örugg með keppnisrétt á LPGA árið 2019 en allir sem verða jafnir í 45. sæti komast þangað þannig að fjöldinn er ekki nákvæmur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert