Frábær hringur við erfiðar aðstæður

Haraldur Franklín Magnús lék á tveimur höggum undir pari í …
Haraldur Franklín Magnús lék á tveimur höggum undir pari í Esbjerg í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús spilaði frábært golf á öðrum hring sínum á Opna Esbjerg-mótinu í golfi á Esbjerg-vellinum í Danmörku í dag en mótið er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni. Haraldur lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari en mjög hvasst var í Esjberg í morgun og aðstæður því afar erfiðar.

Haraldur fékk fimm fugla og þrjá skolla og er samtals á einu höggi yfir pari í 5.-9. sæti. Haraldur er öruggur í gegnum niðurskurðinn sem miðast við níu högg yfir par vallarins eins og sakir standa. Axel Bóasson lék á 77 höggum í dag eða sex höggum yfir pari og er samtals á níu höggum yfir pari í 49.-56. sæti og ætti að fara í gegnum niðurskurðinn eins og sakir standa.

Andri Björnsson náði sér hins vegar ekki á strik í dag eftir fínan gærdag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari. Andri fékk sex skolla í dag og þá lék hann tvær holur á þremur höggum yfir pari og er samtals á ellefu höggum yfir pari. Andri kemst því ekki í gegnum niðurskurðinn eins og staðan er núna en enn þá eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert