Komum þeim í opna skjöldu

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Arnar Pétursson var að vonum svekktur með tveggja tap sinna manna gegn Benfica, 28:26 í 3. umferð Áskorendabikars karla í handbolta í Lissabon í kvöld. 

<br/><br/>

„Maður er svekktur að hafa tapað þessu, mér fannst við spila ógeðslega vel lengi vel og í raun í veru gera þeim svolítið erfitt fyrir. Ég er mjög stoltur af strákunum og gerðum úr þessu einvígi sem að við framlengjum á morgun og förum áfram," sagði Arnar við mbl.is eftir leik.

<br/><br/>

Leikmenn Benfica voru í miklum vandræðum með að leysa vörn ÍBV. Mikið um tæknifeila og voru misstu þeir boltann í gríð og erg beint í hendur ÍBV.

<br/><br/>

„Ég held að þeir hafi verið værukærir, lentu í töluverðum vandræðum með okkar varnarleik og við komum þeim kannski svolítið í opna skjöldu. Það var mikil stemning í strákunum og þeir mættu vel einbeittir og staðráðnir í að gera sitt besta," sagði Arnar.

<br/><br/>

Einar Sverrisson átti stórleik í liði ÍBV og skoraði 12 mörk og var Arnar ánægður með hann. 

„Við vitum allir hvað Einar getur, hann er frábær leikmaður og hann heldur betur sýndi okkur hvað hann getur í kvöld. "

<br/><br/>

Arnar hefur fulla trú á því að ÍBV geti unnið seinni leikinn annað kvöld og farið áfram. Hann talaði um að ÍBV gæti lagað ákveðna hluti og ef þeir gerðu það þá væri klárlega hörkuleikur framundan í Lissabon. Sá leikur hefst klukkan 19.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert