Síðasta skotið og sigurgleði (myndskeið)

Minnstu mátti muna að Guðmundur Hólmar Helgason jafnaði metin fyrir Val á síðustu sekúndu í framlengingu í oddaleik Vals og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í Valsheimilinu í kvöld. Skot hans á síðustu sekúndu hafnaði í stönginni þaðan sem boltinn hafnaði í höndum Davíð Svanssonar, markvarðar Aftureldingar.

Afturelding vann leikinn með eins marks mun, 25:24, og leikur við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Á meðfylgjandi myndskeiði er lokasókn Aftureldingar í framlengingunni, síðasta sókn Vals og sigurgleði Mosfellinga þegar lokaflautið gall og boltinn var í höndum Davíðs markvarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert