Góður heimasigur hjá ÍBV

ÍBV sigraði Selfoss með þriggja marka mun í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var í 4. umferð Olís-deildar kvenna en lokatölur voru 32:29. Selfoss er enn á botninum stigalausar en ÍBV nálgast toppliðin. Þetta var þriðji sigurleikur ÍBV á tímabilinu en hinir voru gegn Gróttu og Fylki.

Selfyssingar byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 1:5. Þá fór aldeilis að halla undan fæti hjá gestunum sem spiluðu hræðilega næstu mínútur. ÍBV skoraði 6 mörk í röð.

Nokkrir slakir kaflar hjá Selfossi fóru alveg með þennan leik en ÍBV spilaði meira stöðugt og fengu þau mörk sem þær treysta á. Ester Óskarsdóttir, Karólína Lárudóttir og Sandra Erlingsdóttir sáu að mestu um markaskorun liðsins en þær voru með 22 mörk samtals.

Hjá Selfossi gerðu Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Adina Ghidoarca og Perla Ruth Albertsdóttir 22 mörk saman.

Í lokin virtist ætla að koma smá spenna í leikinn en það var of lítið og of seint frá Selfyssingum. Mætingin var virkilega góð hjá Eyjamönnum og var áhorfendastúkan í stóra salnum var nokkuð þétt setin.

ÍBV 32:29 Selfoss opna loka
60. mín. Guðbjörg Guðmannsdóttir (ÍBV) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert