Eyjamenn völtuðu yfir Hauka

Kári Kristján Kristjánsson í baráttu á línunni gegn Haukum í …
Kári Kristján Kristjánsson í baráttu á línunni gegn Haukum í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV hreinlega valtaði yfir Íslandsmeistara Hauka í uppgjöri efstu liða Olís-deildar karla í handknattleik þegar liðin mættust í Eyjum í kvöld. ÍBV fór með 17 marka sigur af hólmi, 40:23, og fór með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

ÍBV tók frumkvæðið snemma leiks og jók muninn jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 19:11 fyrir ÍBV og Haukar sáu aldrei til sólar eftir það. Eyjamenn héldu áfram að keyra yfir meistarana og þegar skammt var eftir var 16 marka munur.

Eyjamenn létu ekki þar við sitja heldur uppskáru að lokum 17 marka sigur, 40:23, og fóru hreinlega á kostum.

Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur hjá ÍBV í leiknum með 13 mörk og Stephen Nielsen fór á kostum í markinu með 25 varin skot. Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði 5 fyrir Hauka.

Liðin eru nú jöfn að stigum eftir 25 umferðir þar sem bæði lið hafa 33 stig, en Eyjamenn eru í efsta sæti með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is, en viðtöl birtast hér á vefnum síðar í kvöld.

ÍBV 40:23 Haukar opna loka
60. mín. Andri Heimir Friðriksson (Haukar) á skot í slá Sláin út hjá Andra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert