Egyptar hunsa HM félagsliða

Bjarki Már Elísson hefur orðið heimsmeistari félagsliða síðustu tvö ár.
Bjarki Már Elísson hefur orðið heimsmeistari félagsliða síðustu tvö ár.

Heimsmeistarakeppni félagsliða í karlaflokki sem Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur staðið fyrir í Doha í Katar undanfarin ár er í uppnámi um þessar mundir. Ástæðan er sú að Afríkumeistarar Al Ahly frá Egyptalandi ætla ekki að taka þátt í keppninni. Egyptar ásamt nokkrum ríkjum Araba slitu á dögunum öll samskipti við yfirvöld í Doha vegna meints stuðnings þeirra við hryðjuverkasamtök múslíma.

Forráðamenn Al Ahly hafa tilkynnt IHF að þeir ætli ekki að senda lið sitt til keppninnar. Í henni taka þátt sigurlið úr meistarakeppni heimsálfanna. Bjarki Már Elísson og samherjar í Füchse Berlin hafa unnið keppnina tvö síðustu árin, í bæði skiptin undir stjórn Erlings Richardssonar.

Það sem gerir málið enn athyglisverðara er sú staðreynd að Hassan Moustafa, forseti IHF, er fyrrverandi liðsmaður Al Ahly. Ekki fylgir sögunni hver viðbrögð hans voru við ákvörðun forráðamanna Al Ahly.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert