Naumt tap Kristianstad í Barcelona

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í Barcelona.
Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í Barcelona. Ljómsmynd/Kristinn Magnússon

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk og Gunnar Steinn Jónsson eitt í naumu 31:29-tapi Kristianstad á útivelli gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í dag. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Kristianstad. Kristianstad er með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki A-riðilsins á meðan Barcelona er með þrjú stig. 

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Pick Szeged sem hafði betur gegn PPD Zagreb á útivelli, 28:23 í sama riðli og fékk ungverska liðið sín fyrstu stig með sigrinum. 

Skjern vann 32:27-sigur á Elverum í Noregi í C-riðlinum. Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Elverum og Tandri Már Konráðsson ekki hjá Skjern. Skjern hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en Elverum tapað báðum sínum. 

Veszprém vann Flensborg 28:27 á heimavelli sínum í eina leik dagsins í B-riðli. Aron Pálmarsson lék ekki með Veszprém, enda ekki í leikmannahóp liðsins í keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert