Björgvin fór í brjósklosaðgerð

Björgvin Þór Hólmgeirsson í leik með ÍR gegn Haukum fyrr …
Björgvin Þór Hólmgeirsson í leik með ÍR gegn Haukum fyrr í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handboltamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson, sem leikur með ÍR í Olísdeild karla í handbolta, fór í aðgerð í gærkvöldi vegna brjóskloss sem hefur hrjáð hann undanfarið. Björgvin verður líklega frá keppni til áramóta hið minnsta. 

Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍR sem situr í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig eftir sex umferðir. Björgvin hafði leikið fyrstu tvo leiki ÍR-inga í deildinni og skorað í þeim leikjum 10 mörk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert