Aftur eru breytingar á HM

Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson mbl.is/Árni Sæberg

Keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramóts karla í handknattleik verður breytt á næsta móti sem haldið verður í sameiginlegri umsjón Dana og Þjóðverja.

Í stað þess að útsláttarkeppni hefjist strax í 16-liða úrslitum eins verið hefur á síðustu þremur heimsmeistaramótum, þá verður aftur tekin upp milliriðlakeppni.

Í upphafi mótsins verður leikið í fjórum riðlum með sex liðum í hverjum. Að riðlakeppninni lokinni fara þrjú efstu lið hvers riðils áfram í milliriðla, alls 12 lið. Þau taka með sér úrslit í innbyrðisleikjum áfram í milliriðla, líkt og nú tíðkast á Evrópumótum.

Að milliriðlakeppninni lokinni fara tvö efstu lið hvors milliriðils áfram í undanúrslit og leika krossspil um sæti í úrslitaleiknum.

Leikið verður samkvæmt sama skipulagi á HM kvenna síðar á næsta ári.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert