Hvert fara Eyjamenn?

Sigurbergur Sveinsson stórskytta Eyjamanna.
Sigurbergur Sveinsson stórskytta Eyjamanna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Karlalið ÍBV í handbolta verður í skálinni í dag þegar dregið verður í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Raunar verður einnig dregið til undanúrslita við þetta tækifæri, í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg í hádeginu.

ÍBV, sem sló Ramhat frá Ísrael út í 16-liða úrslitum, getur mætt eftirfarandi liðum: AEK Aþenu (Grikklandi), Berchem (Lúxemborg), Fyllingen (Noregi), Madeira Andebol (Portúgal), Potaissa Turda (Rúmeníu), Dynamo-Victor (Rússlandi), Krasnodar (Rússlandi).

Eins og sjá má er mikill munur á hugsanlegu ferðalagi sem bíður Arnars Péturssonar og hans lærisveina, allt frá því að fara til Noregs eða til Rússlands. Fyrri leikir 8-liða úrslita fara fram 24. og 25. mars, og seinni leikirnir viku síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert