Ísland í öðrum styrkleikaflokki

Aron Pálmarsson í leik gegn Svíum á EM í Króatíu …
Aron Pálmarsson í leik gegn Svíum á EM í Króatíu í janúar. Ljósmynd/EHF

Þann 12. apríl verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í handbolta í Þrándheimi í Noregi en úrslitakeppni EM 2020 verður í fyrsta skipti haldin í þremur löndum, Austurríki, Noregi og Svíþjóð.

Ákveðið hefur verið að fjölga liðum í úrslitakeppni EM en í stað 16 verða þau 24 sem leika í úrslitakeppninni í löndunum þremur.

32 þjóðir taka þátt í undankeppninni og hefur þeim verið skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og eru þeir þannig skipaðir:

1. styrkleikaflokkur: Frakkland, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Slóvenía, H-Rússland, Ungverjaland, Makedónía.

2. styrkleikaflokkur: Rússland. Tékkland, Pólland, ÍSLAND, Serbía, Svartfjallaland, Bosnía, Holland, Portúgal.

3. styrkleikaflokkur: Lettland, Litháen, Sviss, Slóvakía, Úkraína, Ísrael, Tyrkland.

4. styrkleikaflokkur: Finnland, Belgía, Eistland, Grikkland, Rúmenía, Ítalía, Kosóvó, Færeyjar.

Tvær af þjóðunum þremur, Bosnía, Holland og Portúgal verða í 2. styrkleikaflokki og ein í 3. styrkleikaflokki.

Dregið verður í átta fjögurra liða riðla og tryggja tvær efstu þjóðirnar sér keppnisréttinn í úrslitakeppninni 2020 og þær fjórar sem verða með bestan árangur í þriðja sæti. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja ásamt gestgjöfum Svía, Austurríkismanna og Norðmanna fá sjálfkrafa keppnirétt í úrslitakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert