Margt jákvætt til að byggja ofan á í Celje

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 10 mörk á miðvikudag.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 10 mörk á miðvikudag. mbl.is/Árni Sæberg

„Við verðum að taka allt það sem gekk vel í leiknum á miðvikudagskvöldið með okkur í síðari viðureignina í Slóveníu. Þannig höfum við unnið með landsliðshópnum síðan ég tók við.“

Þetta sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, spurður um síðari viðureign Íslands og Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Celje í Slóveníu síðdegis á morgun.

Liðin skildu jöfn, 30:30, í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og þar með fékk íslenska liðið sitt fyrsta stig í fimmta riðli undankeppni EM. Ísland situr á botninum en Slóvenar eru næstir fyrir ofan með tvö stig. Danir virðast eiga sigur í riðlinum vísan og Tékkar sitja sem stendur í þriðja sæti.

Sjá umfjöllun um viðureignina í heild í þróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert