Rússlandsferðin krydd í tilveruna

Arnar Pétursson er kominn með sína menn til Rússlands
Arnar Pétursson er kominn með sína menn til Rússlands mbl.is/​Hari

„Lið Krasnodar er talsvert sterkara en ísraelska liðið sem við mættum í síðustu umferð,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari deildar- og bikarmeistara, spurður um rússneska liðið SKIF Krasnodar sem Eyjamenn mæta í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik karla á morgun.

Um er að ræða fyrri viðureign liðanna og fer hún fram í Krasnodar en síðari í Vestmannaeyjum eftir viku.

„Hér er ferðinni verðugur og erfiður andstæðingur. Við verðum að vanda mjög leik okkar til þess að fá alvöruleik á heimavelli um næstu helgi,“ sagði Arnar sem hafði nálgast talsvert af upptökum af leikjum með Krasnodar-liðinu en þær eru aðgengilegar á netinu þar sem allir leikir rússnesku úrvalsdeildarinnar er sýndir.

Sjá umfjöllun um leikinn í Krasnodar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert