Magnús fær einn leik til viðbótar

Magnús Stefánsson fær brottvísun.
Magnús Stefánsson fær brottvísun. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Haukum í fyrsta leik undanúrslitanna á Íslandsmóti karla í handbolta. 

Magnús verður því í banni í öðrum leik liðanna í Hafnarfirði 3. maí og einnig í þriðja leiknum í Eyjum 5. maí. Vinni Eyjamenn einvígið 3:0 mun Magnús ekki spila meira í einvígi liðanna en er annars gjaldgengur á ný í fjórða leiknum sem færi þá fram í Hafnarfirði 7. maí, eða þá í úrslitaeinvíginu.

Magnús var fyrst úrskurðaður í eins leiks bann. Á vef HSí segir að Magnús hafi farið með krepptum hnefa í andlitið á Daníel Þór Ingasyni og fengið rautt spjald fyrir. „Verður þeirri lýsingu ekki hnekkt með skoðun myndbands af atvikinu,“ segir í úrskurði aganefndar.

Magnús í bann en mál­inu ekki lokið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert