Vonarstjarna Dana missir af HM

Lasse Møller.
Lasse Møller. Ljósmynd/GOG

Danski landsliðsmaðurinn Lasse Møller, leikmaður danska liðsins GOG, meiddist illa á hné í leik með liði sínu á dögunum og nú er komið í ljós að liðband í hné leikmannsins er skaddað.

Møller verður frá keppni út þetta ár sem þýðir að hann missir af heimsmeistaramótinu í janúar sem haldið verður í Danmörku og Þýskalandi. Í fyrstu var óttast að krossbandið hefði slitnað en svo reyndist ekki.

„Ég er auðvitað feginn að þetta var ekki verra en ég er leiður að geta ekki spilað með liðsfélögum mínum næstu mánuðina,“ segir Møller á vef GOG.

Møller er 22 ára gamall og er ein helsta vonarstjarna Dana í handboltanum. Hann er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni þar sem GOG trónir á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert