Opnuðum þær og þorðum að skjóta

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við gáfum aðeins í og bættum sóknarleikinn. Við opnuðum þær vel og þorðum að skjóta á markið,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals, eftir 23:18-sigur á Stjörnunni á útivelli í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. 

Hún var þokkalega ánægð með spilamennsku Vals í leiknum, en viðurkenndi að hún hefði viljað sjá betri sóknarleik framan af. 

„Spilamennskan var ágæt. Sóknarleikurinn var ekkert allt of góður en löguðum það í seinni hálfleik og uppskárum góðan sigur. Við byrjuðum allt of hægt og vorum ekki að keyra á þær, við löguðum það í lokin, fengum fullt af hraðaupphlaupum og keyrðum á þær.“

Valskonur eru einu stigi frá toppliði Fram eftir leikinn og er Díana nokkuð sátt við tímabilið til þessa. 

„Við erum með frekar nýja útilínu og erum að spila okkur saman. Við þurfum að æfa sóknarleikinn aðeins betur. Þetta hefur komið ágætlega vel út til þessa. Varnarleikurinn er að smella og sóknarleikurinn kemur í framhaldi á því,“ sagði Díana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert