Rúnar að braggast

Rúnar Kárason í leik með landsliðinu gegn Grikkjum.
Rúnar Kárason í leik með landsliðinu gegn Grikkjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur ekki getað, vegna meiðsla, leikið með liði sínu Ribe Esbjerg í tveimur síðustu leikjum þess í dönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða.

„Ég fékk tak í annan kálfann í upphitun fyrir leikinn við Skjern í síðustu viku. Um er að ræða sama kálfa og var að angra mig á síðustu leiktíð. Að þessu sinni kom hvorki rifa í vöðvann né blæddi inn á hann svo ég reikna með að vera búinn að jafna mig fyrir næsta leik okkar í dönsku úrvalsdeildinni,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið.

Næsti leikur Ribe Esbjerg verður gegn GOG á heimavelli fimmtudaginn 1. desember.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert