Erum ekkert að grínast

Þórey Rósa Stefánsdóttir sækir að vörn Tyrkja í leik liðanna …
Þórey Rósa Stefánsdóttir sækir að vörn Tyrkja í leik liðanna í undankeppni HM. Ljósmynd/Robert Spasovski

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því spænska í umspili um sæti í HM í Japan á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram á Spáni og sá síðari hér á landi í lok maí og í byrjun júní á næsta ári.

Ísland var í neðri styrkleikaflokki í drættinum og því ljóst að andstæðingurinn yrði býsna erfiður, áður en dregið var. Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðsfyrirliði var ánægð með niðurstöðuna og segir hana mun betri en það sem hefði getað orðið.

„Ég var spennt þegar ég heyrði að þetta væri Spánn. Öll liðin sem við gátum fengið eru gríðarlega góð, en það voru mismiklir möguleikar á að geta strítt þeim. Þetta var með því betra sem við gátum fengið. Þetta er spennandi verkefni á móti góðu liði. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá Spánverjum. Flestir leikmenn liðsins voru búnir að leika lengi saman en nú eru einhverjir af þeim dottnir út. Við þekkjum það sjálfar að kynslóðaskipti geta verið krefjandi og haft mismunandi áhrif á lið. Það er gott fyrir okkur ef það er kominn óstöðugleiki í þær,“ sagði Þórey í samtali við Morgunblaðið.

Spánn tók þátt í lokakeppni EM sem lauk í Frakklandi í gær. Þar vann liðið aðeins einn leik og tapaði fimm. Þórey segir það ekki gefa rétta mynd af spænska liðinu.

„Þær voru í nokkrum hörkuleikjum á mjög erfiðu Evrópumóti. Þær komust einfaldlega ekki á skrið en mótið sýnir þær í verra ljósi en þær eru í raun og veru í,“ sagði fyrirliðinn.

Sjá allt viðtalið við Þóreyju Rósu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert