Guðjón Valur er í HM-hópnum

Guðjón Valur Sigurðsson er á leið á sitt 22. stórmót …
Guðjón Valur Sigurðsson er á leið á sitt 22. stórmót með íslenska landsliðinu í handknattleik í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur tilkynnt hvaða 20 leikmenn hann hefur valið til æfinga fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Danmörku og Þýskalandi 10. janúar.  Æfingar hefjast á milli jóla og nýárs og verða leiknir tveir vináttuleikir við Barein hér heima áður en landsliðið fer til Noregs þar sem það tekur þátt  í fjögurra liða móti í byrjun nýs árs.

Reikna má með að Guðmundur velji 16 af neðagreindum leikmönnum til þátttöku á HM. Þess vegna eiga fjórir leikmenn eftir að falla úr hópnum áður en landsliðið heldur af stað til Þýskalands 9. janúar. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á HM verður við Króatíu tveimur dögum síðar.

Athygli vekur að Bjarki Már Elísson, hornamaður Füchse Berlin er ekki í æfingahópnum.  Eins er aðeins valdir tveir markverðir til æfinganna. Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður SönderjyskE er í hópnum en hann hefur fram til þess aðeins verið valinn í B-landslið. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi Aalborg, kemur inn í hópinn á ný en hann var ekki með í leikjunum við Grikki og Tyrki í undankeppni EM í lok október. Sömu sögu er að segja um Guðjón Val Sigurðsson sem kemur inn í hópinn. Hann var ekki með í leikjunum í byrjun vetrar. HM í Þýskalandi verður 22. stórmót hans með íslenska landsliðinu og hafa fáir handknattleiksmenn í heiminum að baki fleiri stórmót sem leikmenn en Guðjón Valur. 

Aron Rafn Eðvarðsson, HSV Hamburg
Björgvin Páll Gústavsson, Skjern
Guðjón Valur Sigurðsson, RN-Löwen
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged
Aron Pálmarsson, Barcelona
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Elvar Örn Jónsson, Selfossi
Gísli Þorgeir Kristjánsson, THW Kiel
Haukur Þrastarson, Selfossi
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold
Arnar Birkir Hálfdánason, SönderjyskE
Ómar Ingi Magnússon, Aalborg Håndbold
Rúnar Kárason, Ribe Esbjerg
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Ágúst Birgisson, FH
Ýmir Örn Gíslason, Val
Daníel Þór Ingason, Haukum
Ólafur Gústafsson, Kolding

Guðmundur valdi á dögunum 28 manna leikmannahóp fyrir heimsmeistaramótið. Þeir átta leikmenn úr þeim hópi sem og eru utan 20 manna hópsins sem valinn var í dag eru:

Daníel Freyr Andrésson, Val
Ágúst Elí Björgvinsson, Sävehof
Bjarki Már Elísson, F.Berlin,
Heimir Óli Heimisson, Haukum
Óðinn Þór Ríkharðsson, GOG
Róbert Aron Hostert, Val
Sveinn Jóhannsson, ÍR
Teitur Örn Einarsson, Kristianstad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert