Afturelding stigi frá toppsætinu

Þóra María Sigurjónsdóttir átti góðan leik.
Þóra María Sigurjónsdóttir átti góðan leik. Ljósmynd/Afturelding.is

Afturelding er aðeins einu stigi frá toppliði ÍR í Grill 66-deild kvenna í handbolta eftir 22:18-útisigur á Víkingi í Fossvogi í kvöld. Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu, eins og Kiyo Inage. Katrín Hallgrímsdóttir skoraði sex fyrir Víking. 

ÍR er á toppi deildarinnar með 20 stig, Afturelding í 2. sæti með 19 stig og Fylkir er í þriðja sæti með 17 stig eftir 36:22-útisigur á botnliði Stjörnunnar U. Hrafnhildur Irma Jónsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Fylki og Auður Brynja Sölvadóttir skoraði átta fyrir Stjörnuna. 

FH er í sjötta sæti með 13 stig eftir öruggan 30:19-heimasigur á Fram U. Aníta Theodórsdóttir og Sylvía Björt Blöndal skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH. Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Harpa Elín Haraldsdóttir og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir Fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert