Endurheimtir Valur toppsætið?

Díana Dögg Magnúsdóttir og lið Vals mæta Stjörnunni.
Díana Dögg Magnúsdóttir og lið Vals mæta Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

13. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með þremur leikjum þar sem Íslandsmeistarar Fram gætu misst toppsætið.

Fram vann ÍBV um helgina og komst þá á toppinn með 19 stig, jafn mörg og Valur, en Valskonur mæta Stjörnunni að Hlíðarenda í kvöld og geta þá endurheimt toppsætið. Stjarnan er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Haukar geta komist upp í þriðja sætið með sigri gegn Selfossi, en Haukar eru með 14 stig í fjórða sæti fyrir leikinn, stigi á eftir ÍBV. Selfoss er á botninum með fjögur stig.

Þá er nýliðaslagur þegar KA/Þór tekur á móti HK. Norðankonur eru með 11 stig í fimmta sæti en HK er með sjö stig í næstneðsta sæti.

Leikir kvöldsins:

19.30 KA/Þór – HK
19.30 Haukar – Selfoss
19.30 Valur – Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert