Atli Ævar ekki í bann

Atli Ævar Ingólfsson verður með Selfossi þegar liðið mætir Val …
Atli Ævar Ingólfsson verður með Selfossi þegar liðið mætir Val aftur næsta mánudag. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Atli Ævar Ingólfsson fékk beint rautt spjald í leik með Selfyssingum gegn Valsmönnum í Coca Cola-bikarnum í handbolta í gærkvöld.

Samkvæmt textalýsingu mbl.is frá leiknum töldu dómarar leiksins að Atli Ævar hefði farið með hönd í andlit Sveins Arons Sveinssonar þegar skammt var eftir af leiknum. Dómararnir skoðuðu atvikið frekar á myndbandi áður en þeir komust að endanlegri niðurstöðu, en Atli Ævar var mjög ósáttur við dóminn.

Í úrskurði aganefndar í dag segir að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna brota sem falla undir reglu 8:5 b, en undir þá reglu fellur brot ef um er að ræða „sérstaklega öfluga aðgerð gegn hluta líkama mótherja, sérstaklega andliti, hálsi eða hnakka“.

Atli Ævar verður því sem sagt með Selfossi þegar liðið mætir Val aftur, að þessu sinni í deildarleik, á Hlíðarenda næsta mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert