Hafþór orðinn leikmaður ÍR

Hafþór Vignisson
Hafþór Vignisson Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

ÍR hefur fengið til sín handboltamanninn Hafþór Vignisson frá Þór á Akureyri. Hafþór, sem er örvhent skytta, leik vel í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson greindi frá á Facebook í kvöld. 

Að sögn Skapta höfðu Haukar líka áhuga á Hafþóri en hann kaus að ganga í raðir ÍR. Hafþór skoraði 92 mörk í 22 leikjum síðasta vetur og á leiki með U21 árs landsliði Íslands. Þrátt fyrir góða spilamennsku Hafþórs féll Akureyri (heitir núna Þór) úr efstu deild.

Skapti greinir einnig frá því að ÍBV hafi gengið frá samningi við Róbert Sigurðsson, en hann hefur verið að láni hjá ÍBV frá Akureyri síðustu tvö ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert