Sannfærandi Rússar í undanúrslitin

Jaroslava Frolova skoraði 10 mörk fyrir Rússa.
Jaroslava Frolova skoraði 10 mörk fyrir Rússa. AFP

Rússar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Japan með því að sigra Svartfjallaland, 35:28, en viðureign liðanna var að ljúka í Kumamoto.

Rússar voru yfir í hálfleik, 17:16, en náðu góðu forskoti í seinni hálfleiknum og voru sex mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Rússar eru með 8 stig og eiga eftir hreinan úrslitaleik gegn Spánverjum um efsta sæti milliriðils tvö á morgun, svo framarlega sem spænska liðið tapar ekki fyrir Japan síðar í dag. Spánverjar eru með 5 stig fyrir þá viðureign.

Iuliia Managarova skoraði 12 mörk fyrir Rússa og Jaroslava Frolova gerði 10 en Jovanka Radicevic skoraði 8 mörk fyrir Svartfellinga sem eru með 4 stig í þriðja sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert