Íslendingaliðið úr leik eftir tap í Frakklandi

Elvar Örn Jónsson og félagar eru úr leik.
Elvar Örn Jónsson og félagar eru úr leik. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Elvar Örn Jónsson og samherjar hans hjá Skjern eru úr leik í Evrópudeildinni í handbolta eftir 29:33-tap á útivelli gegn Montpellier í kvöld. 

Skjern vann fyrri leikinn 31:30, en tapar einvíginu samanlagt 61:64. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Skjern, en þau dugðu skammt. Aðeins Anders Eggert Magnussen og Jonas Tidemand skoruðu meira fyrir Skjern eða sex mörk. 

Skjern hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabili og er liðið aðeins með sinn sigur í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert