Fjórðu umferð lýkur í kvöld

Úr leik Stjörnunnar og Hauka á síðasta tímabili.
Úr leik Stjörnunnar og Hauka á síðasta tímabili. mbl.is/Unnur Karen

Stjarnan tekur á móti Haukum í síðasta leik 4. umferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, í Garðabænum í kvöld.

Bæði lið sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild þar sem Haukar eru í 6. sæti með 4 stig og Stjarnan í 7. sæti með 3 stig. Bæði lið hafa leikið þrjá leiki í deildinni.

Haukar hafa unnið tvo leiki og tapað einum og Stjarnan hefur unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Þó liðin séu um miðja deild sem stendur er skammt liðið á tímabilið og geta þau bæði með sigri í kvöld spyrnt sér upp í efri hlutann.

Haukar geta með sigri farið upp í annað sæti og Stjarnan upp í þriðja sæti.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í TM-höllinni í Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert