Valur spilar 14 leiki á 57 dögum fyrir jól

Snorri Steinn Guðjónsson hefur nóg að gera næstu vikurnar.
Snorri Steinn Guðjónsson hefur nóg að gera næstu vikurnar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslands- og bikarmeistarar Vals spila sex leiki í Evrópudeild karla í handknattleik á sjö vikna tímabili frá 25. október til 13. desember. Fjóra síðustu leikina spila þeir á fjórum vikum í röð frá 7. til 28. febrúar.

Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í gær en þar leika 24 lið í fjórum sex liða riðlum. Fjögur lið úr hverjum riðli komast í sextán liða úrslitin sem verða leikin í mars.

Valsmenn mæta Aix, liði Kristjáns Arnar Kristjánssonar frá Frakklandi, Flensburg, liði Teits Arnar Einarssonar frá Þýskalandi, Benidorm frá Spáni, Ystad IF frá Svíþjóð og Ferencváros frá Ungverjalandi.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert