Gísli hjá Magdeburg um ókomin ár

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í herbúðum Magdeburg í mörg ár …
Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í herbúðum Magdeburg í mörg ár til viðbótar. mbl.is/Hallur Már

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Þýskalandsmeistara Magdeburg. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2028.

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall leikstjórnandi, hefur leikið með Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann kom frá stórliði Kiel.

Eftir að hafa tvívegis orðið fyrir alvarlegum axlarmeiðslum hefur hann skapað sér sess sem algjör lykilmaður hjá ógnarsterku liði Magdeburg, sem hefur skilað sér í Þýskalandsmeistaratitli og sigrum í Evrópudeildinni og heimsmeistarakeppni félagsliða.

Gísli Þorgeir var með samning til sumarsins 2025 en vill hvergi annars staðar vera og framlengdi því um þrjú ár.

Hér hjá Magdeburg hef ég allt sem ég þarf og veitir mér ánægju; frábært lið, mjög gott þjálfarateymi og þá fæ ég gæsahúð á hverjum heimaleik þökk sé okkar mögnuðu stuðningsmönnum.

Það gerir mig enn hamingjusamari með að geta framlengt samning minn um þrjú ár til viðbótar,“ sagði Gísli Þorgeir í tilkynningu frá Magdeburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert