FH fagnaði eftir mikla spennu

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sex fyrir FH.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sex fyrir FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann í kvöld nauman 28:27-heimasigur á KA í Olísdeild karla í handbolta. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti, á meðan KA er enn aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Mikið jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleik og var það við hæfi að staðan var hnífjöfn í hálfleik, 14:14.

FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst í 17:14. Var FH með forskot næstu mínútur en KA jafnaði í 21:21, þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Þá skoruðu FH-ingar tvö mörk í röð og tókst KA ekki að jafna eftir það.

Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Birgir Már Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Einar Örn Sindrason 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Ágúst Birgisson 1, Daníel Matthíasson 1.

Varin skot: Phil Döhler 10, Kristján Rafn Oddsson 1.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9, Ólafur Gústafsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Dagur Gautason 3, Gauti Gunnarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Hilmar Bjarki Gíslason 1, Allan Norðberg 1.

Varin skot: Nicholas Satchwell 8, Bruno Bernat 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert