Afturelding mætir Val í undanúrslitum

Egill Magnússon sækir að Mosfellingum í fyrsta leik liðanna að …
Egill Magnússon sækir að Mosfellingum í fyrsta leik liðanna að Varmá. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding fer áfram í undanúrslit eftir 32:24, sigur á Stjörnunni í Mosfellsbæ í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum.

 FH, ÍBV og Valur tryggðu sér sæti í úrslitum eftir tvo leiki og Afturelding mætir Val í undanúrslitum.

Afturelding tók snemma öll völd á leiknum og Stjarnan tók fyrsta leikléð sitt eftir tíu mínútur en þá var staðan 8:3, heimamönnum í vil. Þeir tóku það eftir að Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og Brynjar Valur Sigurjónsson varði báðar tilraunir Stjörnunnar í millitíðinni.

Brynjar byrjaði mjög vel og var með rúmlega helming skota gestanna á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Brynjar fór aftur vel af stað í seinni hálfleik og varði samtals 12 skot en hann fékk að hvíla síðustu mínútur leiksins. Þá tók Jovan Kukobat við keflinu og varði sjö skot og báðir markmenn vörðu tvö víti.

Stjarnan átti aldrei möguleika og tók tíu mínútna kafla undir lok leiks þar sem þeir skoruðu ekki eitt mark.

Stjörnumenn fara í sumarfrí eftir hræðilega frammistöðu í síðasta leik tímabilsins.

Tölfræðin hér fyrir neðan er ekki rétt vegna tæknilegra örðuleika.

Afturelding 35:24 Stjarnan opna loka
60. mín. Þorvaldur Tryggvason (Afturelding) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert