Dregið í EM kvenna 2024, Ísland í sterkum riðli

Íslensku leikmennirnir fagna sætinu á EM eftir sigurinn á Færeyingum …
Íslensku leikmennirnir fagna sætinu á EM eftir sigurinn á Færeyingum fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Óttar Geirsson

Í dag var dregið í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna 2024 í handknattleik sem fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í nóvember og desember en Ísland var í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn.

Ísland er í F-riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu en riðillinn er leikinn í Innsbruck í Austurríki. Evrópumótið hefst 28. nóvember og lýkur 15. desember.

Ísland mætir Hollandi í fyrsta leiknum 29. nóvember, Úkraínu í öðrum leik 1. desember og Þýskalandi í þriðja leik 3. desember. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hin tvö liðin hafa lokið keppni.

Riðlarnir sex eru þannig skipaðir:

A-riðill: Svíþjóð, Ungverjaland, N-Makedónía, Tyrkland
B-riðill: Svartfjallaland, Rúmenía, Serbía, Tékkland
C-riðill: Frakkland, Spánn, Pólland, Portúgal
D-riðill: Danmörk, Sviss, Króatía, Færeyjar
E-riðill: Noregur, Austurríki, Slóvenía, Slóvakía
F-riðill: Holland, Þýskaland, ÍSLAND, Úkraína

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Dregið í EM kvenna 2024 opna loka
kl. 16:46 Textalýsing Þar með er þetta komið á hreint. Holland, Þýskaland og Úkraína eru mótherjar Ísland í F-riðli keppninnar í Innsbruck í Austurríki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert