Þau hljóta bara að hafa sofnað

Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundinum á Volgrad Arena í dag.
Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundinum á Volgrad Arena í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var met í áhorfi á íþróttaviðburð á Íslandi þegar Íslendingar og Argentínumenn mættust á HM í knattspyrnu í Moskvu um síðustu helgi en 99,6% sjónvarspáhorfenda fylgdust með leiknum á RÚV.

Á fréttamannafundi íslenska landsliðsins sem var rétt í þessu að ljúka á Volgograd Arena var spurt út í þetta gríðarlega áhorf.

„Við höfum alltaf talað um hve mikinn stuðning við fáum frá Íslandi og þetta sýnir hve margir vilja að við stöndum okkur vel. Ég veit ekki hvað þessi 0,4% voru að horfa á en þau hljóta bara að hafa sofnað.

Þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt og fólk vill sýna okkur stuðning. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að finna þessa samstöðu. Við erum að gera þetta fyrir þau öll líka, og þess vegna leggjum við allt í sölurnar á vellinum,“ sagði Aron Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert