Ísland tók gullið og fer upp um deild

Axel Snær Orongan fór á kostum á mótinu.
Axel Snær Orongan fór á kostum á mótinu.

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí er komið upp um deild á HM eftir 4:1-sigur á Ástralíu í úrslitaleik 3. deildarinnar í Búlgaríu í dag. Ísland vann alla fimm leiki sína á mótinu og leikur í 2. deild B á næsta ári. 

Heiðar Gauti Jóhannsson kom íslenska liðinu yfir undir lok fyrstu lotunnar, áður en Axel Snær Orongan bætti við tveimur mörkum í annarri lotu og kom Íslandi í 3:0. 

Heiðar Örn Kristveigarson bætti við fjórða marki Íslands í upphafi þriðju lotunnar og breytti það litlu að Ástralar minnkuðu muninn skömmu síðar. 

Axel Snær fór á kostum á mótinu og var markahæstur og með flestar stoðsendingar allra, en hann skoraði átta mörk og gaf átta stoðsendingar í fimm leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert