Axel fljótur af stað eftir fingurbrot

Axel Kárason.
Axel Kárason. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Kárason, landsliðsmaður í körfubolta, braut þumalfingur í leik með liði sínu Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni fyrir tíu dögum. Frá þessu er greint á vefmiðlinum fyens.dk. Þar segir jafnframt að vonir standi til að „íslenski frákastasérfræðingurinn“ geti spilað strax næsta laugardag, gegn Randers á útivelli.

Svendborg, sem leikur undir stjórn Arnars Guðjónssonar aðstoðarlandsliðsþjálfara hefur verið að endurheimta sterka leikmenn úr meiðslum og ætti að vera með fullskipað lið þegar Axel hefur jafnað sig. Liðið er í 3.-5. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig nú þegar það á fimm leiki eftir fram að átta liða úrslitakeppninni. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert