Enn ein þrefalda tvennan hjá Westbrook

Russell Westbrook.
Russell Westbrook. AFP

Russell Westbrook hélt áfram magnaðri frammistöðu sinni í NBA-deildinni í Bandaríkjunum er hann nældi sér í sína 28. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Oklahoma lagði LA Lakers 110:93 í nótt er 10 leikir fóru fram.

Westbrook skoraði 17 stig, tók 18 fráköst og átti 17 stoðsendingar og er nú kominn með 65 þrefaldar tvennur á leiktíðinni.

DeMar DeRozan setti niður 43 stig fyrir Toronto, það mesta á ferlinum, er Toronto Raptors lögðu Boston Celtics 107:97.

Þá komu Chicago Bulls til baka eftir að hafa verið 11 stigum undir í 4. leikhluta og lögðu Phoenix Suns 128:121, í framlengdum leik. Dwayne Wade var stigahæstur hjá Bulls með 23 stig.

Tony Snell, leikmaður Milwaukee Bucks, hefur oft átt betri leiki en hann spilaði 28 mínútur fyrir liðið í 109:95 sigri Utah Jazz á Bucks en tvö skot hans og ein villa var það eina sem rataði á tölfræðiplagg hans í gærkvöldi.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Washington, 120:112

Minnesota - Dallas, 97:84

Milwaukee- Utah, 95:109

Atlanta - Miami, 90:108

Denver - New Jersey, 129:109

Indiana - Memphis, 102:92

Chicago - Phoenix, 128:121

Toronto - Boston, 107:97

Oklahoma - LA Lakers, 110:93

LA Clippers - San Antonio, 97:105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert