Sterk endurkoma hjá Durant

Kevin Durant.
Kevin Durant. AFP

Kevin Durant sneri til baka í lið Golden State eftir meiðsli þegar liðið lagði Philadelphia að velli, 119:108, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Durant, sem hafði misst af síðustu leikjum Golden State vegna meiðsla á hendi, skorað 27 stig í fjórða sigri liðsins í röð en það er með besta vinningshlutfallið í deildinni, hefur unnið 50 leiki en tapað 9. Klay Thompson skoraði 21 stig og Stephen Curry 19 en öll 11 þriggja stiga skot hans í leiknum geiguðu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í 211 leikjum sem honum tekst ekki að skora þriggja stiga körfu.

LeBron James hristi af sér veikindi sem hafa verið að hrjá hann og skoraði 24 stig, tók 10 fráköst og átti 6 stoðsendingar í sigri Cleveland gegn Milwaukee Bucks, 102:95. Cleveland hefur verið öflugt í febrúar þar sem liðið hefur unnið níu leiki en tapað tveimur. Kyrie Irving var stigahæstur í liði meistaranna með 25 stig og þá átti hann 9 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Milwaukee - Cleveland 92:105
Mimai - Dallas 89:96
Minnesota - Sacramento 102:88
Atlanta - Boston 114:98
Indiana - Houston 117:108
Golden State - Philadelphia 119:108
Toronto - New York 92:91



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert