Meinað að mæta Íslandi

Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfuknattleik stóðu …
Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfuknattleik stóðu sig vel á EM nýverið. AFP

Forsvarsmenn Euroleague, Evrópukeppni 16 af bestu félagsliðum álfunnar, deila enn við alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, vegna nýs fyrirkomulags undankeppni HM karla.

FIBA hefur sett upp tvo „landsleikjaglugga“ fyrir fyrri umferð undankeppninnar í vetur, og henni lýkur svo næsta sumar. Leikdagar vetrarins (24. og 27. nóvember, og 22. og 25. febrúar) voru gefnir út árið 2015 en Euroleague hefur engu að síður sett á leiki í sinni keppni á sama tíma, rétt eins og NBA-deildin gerir.

Í þessu ljósi hafa forsvarsmenn litháenska félagsins Zalgiris, sem leikur í Euroleague, gefið út að enginn leikmanna félagsins fái að spila fyrir landslið sitt í vetur. Á meðal leikmanna þess er Dee Bost sem er einn lykilmanna búlgarska landsliðsins, og fær hann því að óbreyttu ekki að mæta Íslandi þann 27. nóvember.

Í sameiginlegri yfirlýsingu körfuboltasambandanna í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi, Spáni og Tyrklandi í gær kom hins vegar fram að félagslið þessara landa myndu hleypa leikmönnum í leiki í undankeppni HM. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert