KR-ingar mæta Mons

Pavel Ermolinskij og samherjar hans í KR verða í eldlínunni …
Pavel Ermolinskij og samherjar hans í KR verða í eldlínunni í Belgíu í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik karla eru komnir til Mons í Belgíu þar sem þeir mæta Belfius Mons-Hainaut í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarsins, FIBA Europe Cup, í kvöld. Leikið er í Mons Arena sem rúmar fjögur þúsund áhorfendur.

Belgarnir eru í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn í Vesturbænum sem þeir unnu örugglega, 88:67. Það bendir því allt til þess að þeir mæti búlgarska liðinu Beroe sem sat hjá í fyrstu umferð og bíður sigurvegarans.

Belfius Mons fór ekki vel af stað í fyrstu umferðinni í Belgíu sem var leikin um helgina. Liðið tapaði þá á heimavelli fyrir Oostende, 74:85. KR-ingar hefja hinsvegar ekki keppni á Íslandsmótinu fyrr en eftir níu daga en þeir mæta Njarðvík í fyrstu umferðinni fimmtudaginn 6. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert