Hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni

Dýrfinna Arnardóttir í leik með Haukum gegn Breiðabliki fyrr á …
Dýrfinna Arnardóttir í leik með Haukum gegn Breiðabliki fyrr á leiktíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar, Keflavík og Breiðablik fóru með sigur af hólmi í síðustu leikjum liðanna fyrir jólafrí í Dominos-deild kvenna, en 14. umferð deildarinnar var leikin í dag.

Haukur höfðu betur, 84:63, þegar liði mætti Skallagrími í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Breiðablik gerði góða ferð til Stykkishólmi og lagði Snæfell að velli 71:66.

Þá bar Keflavík sigurorð af Njarðvík, 80:73, í nágrannaslag liðanna sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. 

Haukar og Keflavík eru jöfn að stigum með 18 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar, en liðin eru fjórum stigum á eftir Val sem trónir á toppi deildarinnar. 

Breiðablik komst upp að hlið Stjörnunni með sigri sínum, en liðin hafa hvort um stig 16 stig í fjórða til fimmta sæti deildarinnar.

Skallagrímur er i sjötta sæti deildarinnar með 12 stig, Snæfell er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig. Njarðvík rekur síðan lestina, en liðið er enn án stiga í botnsæti deildarinnar. 

Haukar - Skallagrímur, 84:63. Schenkerhöllin.

Gangur leiksins: 2:2, 8:9, 15:13, 24:17, 33:17, 37:23, 42:24, 46:30, 51:35, 59:43, 63:50, 69:53, 71:55, 76:58, 82:61, 84:63.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 23/16 fráköst/15 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Cherise Michelle Daniel 17/12 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 8, Dýrfinna Arnardóttir 5, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 37 í vörn, 11 í sókn.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 33/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/9 fráköst/3 varin skot, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jón Guðmundsson, Sveinn Bjornsson.

Njarðvík - Keflavík, 73:80. Ljónagryfjan í Njarðvík.

Gangur leiksins: 4:2, 8:8, 11:12, 14:17, 21:18, 21:25, 30:32, 32:40, 34:48, 37:50, 40:52, 45:59, 49:65, 53:68, 63:72, 73:80.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/18 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, María Jónsdóttir 13/9 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 11/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Hrund Skúladóttir 3, Björk Gunnarsdótir 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Bergsteinsdóttir 2/5 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.

Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/7 fráköst/5 varin skot, Irena Sól Jónsdóttir 8, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2/7 fráköst, Elsa Albertsdóttir 1.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 100

Snæfell - Breiðablik, 66:71. Stykkishólmur.

Gangur leiksins: 4:2, 7:6, 7:12, 13:17, 17:21, 21:27, 23:33, 28:39, 33:41, 36:43, 44:50, 47:58, 49:63, 55:65, 63:68, 66:71.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 27/12 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 20, Rebekka Rán Karlsdóttir 11, Alda Leif Jónsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 1/7 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Ivory Crawford 34/7 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 18/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/6 fráköst/3 varin skot, Sóllilja Bjarnadóttir 1.

Fráköst: 18 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert