Vestri upp í fjórða sæti

Nebojsa Knezevic var stigahæstur hjá Vestra.
Nebojsa Knezevic var stigahæstur hjá Vestra. Ljósmynd/Karfan.is

Vestri hafði betur gegn ÍA, 96:71, í Vesturlandsslag á Ísafirði í 1. deild karla í körfubolta í dag. Með sigrinum fór Vestri upp í 20 stig og í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Breiðabliki og Hamri sem eru í 2. og 3. sæti. Vestri á leik til góða á bæði lið.

Nebojsa Knezevic átti stórleik og skoraði 33 stig og nafni hans Nemanja Knezevic gerði 17 stig. Marcus Levi Dewberry var stigahæstur Skagamanna með 34 stig. ÍA er á botni deildarinnar, án stiga.  

Vestri - ÍA 96:71

Ísafjörður, 1. deild karla, 20. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 2:0, 10:4, 18:7, 27:13, 31:18, 37:24, 43:29, 47:34, 52:41, 60:42, 68:45, 74:50, 79:52, 84:64, 91:70, 96:71.

Vestri: Nebojsa Knezevic 33/7 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 17/19 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 17, Ingimar Aron Baldursson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Adam Smári Ólafsson 6/7 fráköst, Helgi Snær Bergsteinsson 5, Nökkvi Harðarson 3, Rúnar Ingi Guðmundsson 2, Gunnlaugur Gunnlaugsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 39 í vörn, 14 í sókn.

ÍA: Marcus Levi Dewberry 34/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Leví Ingason 10, Sigurður Rúnar Sigurðsson 7/4 fráköst, Jón Frímannsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Pálmi Snær Hlynsson 5, Jón K. K. Traustason 2, Axel Fannar Elvarsson 1/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert