Helena vann fyrsta titilinn eftir endurkomuna

Helena Sverrisdóttir í leik með good Angels Kosice.
Helena Sverrisdóttir í leik með good Angels Kosice. Ljósmynd/goodangelskosice.eu

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, varð í gær slóvakískur bikarmeistari með liði sínu Good Angels Kosice eftir háspennusigur gegn Piestanske Cajky, 62:61.

Helena skoraði tvö stig fyrir Good Angels, sem endurheimti bikarinn eftir að hafa ekki unnið í fyrra en þar áður hafði liðið unnið þennan titil sex ár í röð. Helena var sjálf að vinna þennan titil í þriðja sinn, en hún var áður á mála hjá Good Angels árin 2011-2013.

Eftir að Slóvakía varð sjálfstætt ríki hefur verið spilað um bikarmeistaratitilinn síðan tímabilið 1994-1995. Ekkert lið unnið bikarmeistaratitilinn oftar, en þetta var í 13. sinn sem liðið frá Kosice verður meistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert