Fjölnir styrkti stöðuna í 2. sæti

Berglind Karen Ingvarsdóttir átti góðan leik.
Berglind Karen Ingvarsdóttir átti góðan leik. Ljósmynd/Karfan.is

Fjölnir hafði betur gegn Grindavík, 76:62, í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. McCalle Feller skoraði 22 stig og tók tíu fráköst og Berglind Karen Ingvarsdóttir gerði 21 stig og tók níu fráköst fyrir Fjölni. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 14 stig.

Fjölnir er í 2. sæti með 30 stig, átta stigum frá toppliði KR og Grindavík er í 4. sæti með 16 stig. 

Fjölnir - Grindavík 76:62

Dalhús, 1. deild kvenna, 18. febrúar 2018.

Gangur leiksins:: 4:0, 9:2, 11:6, 15:12, 17:20, 21:20, 24:25, 27:32, 34:42, 38:44, 42:46, 47:49, 55:53, 61:54, 66:60, 76:62.

Fjölnir: McCalle Feller 22/10 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 21/9 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 10/5 stolnir, Margrét Eiríksdóttir 6, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5/5 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 4/4 fráköst, Svala Sigurðadóttir 3, Fanndís María Sverrisdóttir 3, Margret Ósk Einarsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn.

Grindavík: Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 14/7 fráköst, Angela Rodriguez 12, Elsa Albertsdóttir 11/11 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 10, Halla Emilía Garðarsdóttir 4/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, Svanhvít Ósk Snorradóttir 2, Elísabet María Magnúsdóttir 2/6 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Gunnar Thor Andresson, Helgi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert