Sigmundur dæmir í Danmörku

Sigmundur Már Herbertsson, til vinstri.
Sigmundur Már Herbertsson, til vinstri. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson er aðaldómarinn í leik Danmerkur og Albaníu í undankeppni Evrópumótsins 2021, en hann fer fram kl. 18:15 í kvöld. 

Með Sigmundi dæma þeir Ville Selkee frá Finnlandi og Konstantin Simonow frá Þýskalandi. Eftirlitsmaður leiksins er Mlodrag Licina frá Serbíu. Leikurinn fer fram í Naestved í Danmörku.

Leikurinn er í B-riðli þar sem Danmörk fór vel af stað og vann sinn fyrsta leik gegn Armeníu en Albanía tapaði sínum fyrsta leik gegn sama andstæðing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert