Þau efstu færðu pressuna yfir

Þegar fer að vora býður körfuboltafólk landsmönnum til veislu sem gengur undir nafninu úrslitakeppni. Það eru strákarnir sem ríða á vaðið og eru þegar hafnar fjórar rimmur þar sem átta bestu lið landsins taka hvert á öðru.

Áður en ég fer að tjá mig um fyrstu leikina í þessum viðureignum verð ég að koma aftur inn á frammistöðu Jóns Axels Guðmundssonar með Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann átti stórleik gegn Kentucky-risanum og var næststigahæsti leikmaður leiksins. Það var bara Kevin Knox, leikmaður Kentucky, sem skoraði meira en sá er á leiðinni inn í NBA-deildina eftir tímabilið og spáð mjög framarlega í nýliðavalinu í júní.

Þessi frammistaða Jóns í leiknum og í allan vetur er framúrskarandi og óhætt að segja að ný stjarna sé fædd í íslensku íþróttalífi. Annar leikmaður sem er að gera það gott í ameríska háskólaboltanum er Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson sem er búinn að leiða skólann sinn alla leið í 8-liða úrslit í 2. deild. Ég veit að Elvar og félagar stefna alla leið.

Heimasigrar á línuna

Það voru heimasigrar á línuna í 8-liða úrslitum. Það voru helst Grindvíkingar sem voru næst því að „stela“ fyrsta leik og setja rimmuna við Stólana í uppnám. Það er ákveðin pressa á fjórum efstu liðunum að vinna fyrsta leik því þau vilja ekki fara með bakið upp við vegg í leik tvö, á erfiðan útivöll og verða því að vinna.

Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafréttamaður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir fyrstu umferðina í úrslitakeppni karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert