Þrettándi sigur Portland í röð

Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn í nótt.
Russell Westbrook átti enn einn stórleikinn í nótt. AFP

Russell Westbrook var maðurinn á bak við sigur Oklahoma City Thunder gegn Toronto Raptors, 132:125, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Westbrook var með fimmtu þreföldu tvennuna í röð. Hann skoraði 27 stig, tók 13 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Oklahoma stöðvaði þar með sigurgöngu en liðið hafði unnið 11 leiki í röð, lengsta sigurganga félagsins frá upphafi. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 24 stig. Honum var vísað af velli þegar 10 sekúndur voru til leiksloka eftir ágreining við dómara.

Portland vann 13. sigurinn í röð þegar liðið lagði LA Clippers, 122:109. Damian Lillard var atkvæðamestur í liði Portland með 23 stig en hjá Clippers skoraði Lou Williams 30 stig.

James Harden var með 34 stig fyrir Houston Rockets í sigri liðsins á móti Minnesota, 129:120. Jeff Teague var stigahæstur í liði Minnesota með 23 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers - Portland 109:122
Minnesota - Houston 120:129
New Orleans - Boston 108:89
Toronto - Oklahoma 125:132

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert